Spútnik svífur í kringum Jörðina og þrjár unglingsstúlkur neyðast til að strjúka að heiman og lenda í ævintýrum. Sjónvarpsmyndarendurgerð samnefndrar B-myndar um táninga á villigötum frá árinu 1956. Leikstýrt af Joe Dante.
Það sem er áhugaverðast við Runaway Daughters er tengingin við kvikmyndina Matinee (1994). Báðar gerast í kringum stórviðburði í Kalda stríðinu og eru skrifaðar af Charlie Haas og leikstýrt af Dante. Gæðalega séð eru þær ekki í sama flokki enda önnur fyndin sjónvarpsmynd en hin klassísk.
Við höfum helstu leikarana sem við finnum almennt í myndum Dante. Fyrst ber að nefna Dick Miller, síðan Robert Picardo og Wendy Schaal ásamt mörgum fleirum. Dee Wallace og eiginmaður hennar Christopher Stone léku Howling (1981) sem ég held að hafi sett hana á radar Spielberg og orðið til þess að hún lék í geimverumyndinni hans.
Roger og Julie Corman sjást líka sem er viðeigandi af því upprunalega myndin var framleidd af AIP þar sem hann (og kannski hún) vann lengi.
Ef þú leitar að upplýsingum um myndina í dag þá kemur upp DVD-kápumynd sem sýnir Paul Rudd og Julie Bowen. Þau voru ekki fræg þegar myndin var gerð en strax árið eftir lék hann í Clueless og nokkrum árum seinna var hún í aðalhlutverki í sjónvarpsþáttunum Ed (Modern Family kom seinna). Þannig að þegar DVD-diskurinn kom út voru þau frægust og myndin markaðssett til að leggja áherslu á þau.