Burying the Ex (2014)👎

Gaur er í sambandi með konu sem deyr. Hann kynnist annarri konu en hans fyrrverandi snýr aftur sem uppvakningur.

Burying the Ex er mynd sem ég hef forðast af því hún öskrar á mig sem hún sé léleg. Og hún er léleg. Handritið virðist hálfklárað. Persónurnar eru allar svo ömurlegar að mér er sama hvernig fer fyrir þeim.

Leikstjóri er Joe Dante og þetta er án efa versta mynd hans (sem ég hef séð). Það besta við myndina er án efa Dick Miller en ég tók ekki eftir neinum öðrum fastaleikurum Dante

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *