Blade Runner (1982) Final Cut👍👍🖖

Gervimenni dreyma um rafkindur. Mögulega. Þeim leyndardómi er ekki svarað í myndinni.

Nú er ég ekki alveg viss hvaða útgáfu af Blade Runner ég sá á sínum. Það er vandamál með þessar myndir þar sem þarf að stúdera hvaða útgáfu á að velja. Þá sem var til í Videover í Kaupangi. Það áhorf skildi ekki mikið eftir.

Þá er spurning hvort hefur breyst meira, ég eða áin? Er „Final Cut“ af þessari á besta útgáfan? Veit ekki. Mögulega er betra að horfa á hana í fullri breidd á stórum skjá? Allavega náði hún mér í þetta skipti.

Kannski er það af því ég þekkti Rutger Hauer fyrst og fremst sem hasarmyndagaur að ég hafði aldrei kunnað að meta hann sem „alvöru“ leikara. Það breytist þegar ég horfði á Paul Verhoeven myndina Soldaat van Oranje þar sem Hauer er í aðalhlutverki. Mæli með þeirri.

Darryl Hannah er dásamlega skrýtin í sínu hlutverki.

Vangelis nær ekki að eigna sér þessa mynd eins og hann gerði með Chariots of Fire en þetta er ákaflega flott.

Maltin gefur ★½ en er að miða við upprunalegu útgáfuna og ég er ekki viss hvað honum fannst um þessa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *