Longlegs (2024)🫳

FBI-fulltrúi hefur undarlegt samband við raðmorðingja. Hryllingsmynd.

Ég ákvað að reyna aðra mynd frá Oz Perkins, Longlegs. Blehh. Kjánalegheit og fyrirsjáanleiki eyðileggja góðu partana.

Aðalhlutverkið leikur Maika Monroe sem ég hef ekki séð í neinu öðru. Nicholas Cage er eftirminnilegastur en þetta er asnalega skrýtinn Cage, ekki skemmtilega skrýtinn.

Það vottar kannski fyrir höskuldum hérna í framhaldinu.

Það er mjög auðvelt að draga ákveðna ályktun um persónu Cage en ég held að hún sé ekki rétt. Ef þú þekkir myndina af Marc Bolan í bakgrunninum og veist eitthvað um glamrokk hans tíma er nokkuð ljóst hver innblásturinn er. Það er samt nokkur bjartsýni fólgin í því að áhorfendur almennt nái þeim vísunum.

Klisjukenndustu partarnir eru satanismi og Opinberunarbókin. Satanistar sem segja „Heill Satan“ eru bara óhóflega kjánalegir, mig minnir að þetta hafi líka verið í The Blackcoat’s Daughter.