Kona vinnur í háklassastefnumótaþjónustu og virðist vera góð í að kynna fólk en getur hún fundið háklassaást fyrir sjálfa sig? Rómantísk gamanmynd.
Þetta er klassískur ástarþríhyrningur (hugtak sem mér finnst hafa verið endalaust notað í lýsingum á kvikmyndum hér áður fyrr). Dakota Johnson (dóttir Melanie Griffith dóttur Tippi Hedren og Don) er föst milli tveggja frækinna kosta, mannlega kyndilsins Chris Evans (sem lék í einhverri bestu teiknimyndasögumynd allra tíma) og herra frábærs Pedro Pascal (uppáhalds danski leikarinn minn).
Væntingar mínar voru ekki endilega miklar enda hefur myndin fengið misjafna dóma. Ég hló oft en mér heyrðist ekki allir fíla brandarana. Myndin glímir við allskonar klisjur rómantísku gamanmyndarinnar en nær alltaf að standa í fæturnar.
Leikstjóri er Celine Song sem gerði líka Past Lives (2023) sem ég á eftir að sjá.
Ísland kemur við sögu (en engin raunveruleg efnishyggja).