Strumparnir reyna að passa upp á Galdaskræðu.
Það eru ótrúlega margir frábærir leikarar með raddir í Smurfs. John Goodman er Æðstistrumpur, Natasha Lyonne, Kurt Russell og margir aðrir. Því miður er James Corden þarna líka.
Það er engin þörf á góðu leikurunum hér. Þeir hafa ekkert að vinna með. Myndin í heild sinni er algerlega óþörf og óspennandi.
Hvers vegna ákvað ég að kíkja? Af því ég sá að leikstjórinn var Chris Miller. Christopher Miller og Phil Lord gerðu auðvitað The Lego Movie. Frumlegt stöff. Það er allt annar Chris Miller sem gerði Smurfs. Þjáðust allir þessir flottu leikarar af sama misskilningi og ég?
Það var margt undarlegt við myndina. Hún á voðalega lítið skylt við Strumpa Peyo. Viðbæturnar eru óþarfar og/eða asnalegar. Við komumst að því að Strumparnir eru í alvörunni …. sjá neðst¹.
Teiknistíllinn er leiðinlegur. Strumpar með skegg líta ótrúlega undarlega út. Það virðist eins og því sé smellt á eins og þeir séu Mr. Potato Head.
Eini kostur myndarinnar er að hún er sjaldan beinlínis leiðinleg. Það er hægt að horfa á hana í gegn.
Óli gefur ★★☆☆☆ og finnst það sjálfum eiginlega óhóflegt.
Neðar
Neðar
Neðar
Neðar
¹ Verndarar hins góða eða eitthvað álíka bjánalegt. Hvers vegna þurfa Strumparnir að vera eitthvað meira en þeir eru?