Unglingsstúlka sem er leið á að vera óspennandi leyfir sér að spinna sögu en missir síðan takið á þræðinum.
Easy A er mynd sem hefði getað verið frábær en missir of oft takið á takti og tón. Hún var á köflum ákaflega fyndin.
Emma Stone augljóslega frábær. Stanley Tucci og Patricia Clarkson er ákaflega skemmtileg sem foreldrarnir. Amanda Bynes, sem ég þekki bara úr fyrirsögnum, kemur mjög sterk inn í hlutverki skúrksins sem heldur að hann sé bjargvætturinn. Gaman að sjá Dan Byrd sem var góður í Cougar Town (og í gestahlutverki í Community).
Starfsfólks skólans eru m.a. Thomas Hayden Church, Lisa Kudrow og Malcom McDowell, þau fyrstnefndu góð en sá þriðji er voðalega lítið nýttur sem skólastjórinn.
Hérna leikur Aly Michalka í mynd með Stanley Tucci en systir hennar lék með honum í The Lovely Bones. Mér líkar betur við hann sem svalan pabba heldur en barnamorðingja.
Maltin gefur ★★½.
Óli gefur ★★★☆☆.