Róm (2024) ★★⯪☆☆👍

Dönsk hjón á eftirlaunum heimsækja Róm, hann í fyrsta skipti en hún á gömlum slóðum.

Konan stundaði listnám í Róm en karlinn er menningarsnauður. Við skiljum ekki alveg af hverju þau eru ennþá saman og stundum virðast þau sjálf ekki vita það.

Myndin er betri þegar hún er fyndin en þegar hún er dramatísk. Það er ekki alltaf vel höndlað hvernig myndin hoppar úr kjánalátum yfir í alvarleika.

Það er hálf-klisjukennt atriði þegar eiginkonan er að tala um dóttur sína við Svíann. Hefði mátt afgreiða öðruvísi.

Norræn samskipti sýnd í áhugaverðu ljósi.

Óli gefur ★★⯪☆☆.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *