Tveir norskir vinnufélagar spjalla saman um kynlíf og drauma og við fylgjumst með því hvernig umræðuefnið hefur áhrif á líf þeirra næstu daga.
Þriðja mynd kvöldsins er Sex, fyrsta myndin í þríleiknum Sex-Drømmer-Kjærlighet. Kynhneigð og framhjáhald eru á yfirborðinu meginþema myndarinnar en aðallega er hún þó um vináttu tveggja karlmanna.
Að vissu leyti má segja að Sex kallist á við Chasing Amy varðandi hugmyndir um algilda og einfalda kynhneigð. Auðvitað er kafað dýpra hér en kannski ekki sérstaklega djúpt á mælikvarða samtímans. Almennt er myndin líka mjög endurekningarsöm. Persónurnar eru alltaf að tala um það sama og oft með litlum viðbótum.
Á milli atriða eru allskonar skot af borginni, byggingum og umferð sem ég fílaði þau alls ekki. Voru þau að segja eitthvað sem ég missti af? Ég get ekki útilokað það en mér þykir það ólíklegt. Það hefði mátt skafa einhverjar mínútur af.
Óli gefur ★★★☆☆ og er tilbúinn að kíkja á aðra mynd í þessum þríleik með lækkaðar væntingar.