Kinds of Kindness (2024) ★★★☆☆ 👍

Kinds of Kindness er eiginlega þrjár stuttmyndir með sömu leikurunum í ólíkum hlutverkumog ótengdum sögum leikstýrt af Yorgos Lanthimos.

Helstu leikarar eru Emma Stone, Willem Dafoe, Margaret Qualley¹,
Mamoudou Athie og Hong Chau.

Mér leiddist fyrsti hlutinn og slökkti næstum á myndinni. Miðjusagan var fín. Sú síðasta góð.

Óli gefur ★★★☆☆ en það er frekar mikið slump því við vitum öll að stjörnugjöf er alltaf marklaus og sérstaklega þegar um er að ræða mynd sem er búin til úr svona ólíkum hlutum.

¹ Dóttir Andie MacDowell. Margaret er fædd sama ár og Four Weddings and a Funeral sló í gegn. Seinna voru Andie og Dennis Quaid saman þannig að Margaret og Jack Quaid voru bara næstum því, samt alls ekki, stjúpsystkin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *