Kinds of Kindness (2024) ★★★☆☆ 👍

Kinds of Kindness er eiginlega þrjár stuttmyndir með sömu leikurunum í ólíkum hlutverkumog ótengdum sögum leikstýrt af Yorgos Lanthimos.

Helstu leikarar eru Emma Stone, Willem Dafoe, Margaret Qualley¹,
Mamoudou Athie og Hong Chau.

Mér leiddist fyrsti hlutinn og slökkti næstum á myndinni. Miðjusagan var fín. Sú síðasta góð.

Óli gefur ★★★☆☆ en það er frekar mikið slump því við vitum öll að stjörnugjöf er alltaf marklaus og sérstaklega þegar um er að ræða mynd sem er búin til úr svona ólíkum hlutum.

¹ Dóttir Andie MacDowell. Margaret er fædd sama ár og Four Weddings and a Funeral sló í gegn. Seinna voru Andie og Dennis Quaid saman þannig að Margaret og Jack Quaid voru bara næstum því, samt alls ekki, stjúpsystkin.