Átta ára stelpa heimsækir æskuheimili móður sinnar.
Eftir að hafa séð Málverk af ungri konu sem brennur fann ég þörf fyrir að kíkja á fleiri myndir eftir Céline Sciamma. Ég athugaði líka hvort Ásgeir hefði skrifað eitthvað um Málverkið eða önnur verk hennar og sá að hann virtist hrifinn af Litlu mömmunni. Ég rétt skimaði yfir það sem hann skrifaði því Ásgeir hafði aðrar hugmyndir um höskulda en ég (kannski af því hann þekkti upprunalega Höskuld betur en ég).
Kjarni myndarinnar er einfaldlega þörf Nelly til að skilja móður sína.
– Ásgeir H Ingólfsson
Ég skal láta þetta duga frá honum. Þið getið lesið færsluna hans Ásgeirs fyrirfram ef þið viljið ekki láta koma ykkur á óvart. Það var samt fljótt mjög augljóst hvers vegna hann féll fyrir myndinni.
Aðalleikkonurnar eru stórkostlegar og ná sérstaklega vel saman. Mig hryllir við hvernig Hollywood hefði farið með leikaraval. Myndin er falleg en ekki íburðarmikil.
Petite Maman fellur hún í flokk kvikmynda sem voru gerðar í heimsfaraldri. Kannski að Covid-19 hafi með sínum takmörkunum orðið að kvikmyndastefnu? Einskonar uppfærðri útgáfu af Dogme-95.
Mjög frumleg útfærsla á þessar tegund kvikmynd.
Á ég að þora að segja tvo daga í röð að þetta sé ein besta kvikmynd sem ég hafi nokkurn tímann séð?
★★★★★