Gamanmynd um tvær samkynhneigðar vinkonur í bandarískum annars stigs skóla sem eru búnar að fá nóg af því að vera útundan og kærustulausar. Ofbeldið gæti fælt áhorfendur frá.
Að vanda reyndi ég að vita sem minnst um myndina fyrirfram. Fljótlega var ljóst þetta væri mjög spes mynd. Ég hefði ekki orðið hissa ef hún hefði farið alla leið í töfraraunsæi en hún hefur sín eigin mörk. Það mætti helst líkja Bottoms við Heathers í bland við Mean Girls en það segir ekki sérstaklega mikið.
Málið við Bottoms er að á bak við ótal fyndna og heimskulega brandara er ennþá fyndnari samfélagsrýni.
Leikstjóri Bottoms er Emma Seligman sem einnig skrifaði handritið með Rachel Sennott sem leikur annað aðalhlutverkið. Ayo Edebiri leikur hitt aðalhlutverkið. Hún er mögulega þekktari fyrir röddina sína (t.d. Envy í Inside Out 2) en hefur líka verið fyrir framan við myndavélina. Síðan verð ég að nótera nafnið Ruby Cruz því hún var líka frábær.
Leikkonan Elizabeth Banks kemur ekki fram í myndinni en er einn framleiðenda hennar.
Eftir að hafa horft á Bottoms var ég strax með stjörnugjöf í huga en ákvað að keyra myndina í gegnum tékklistann minn og það passaði.
Óli gefur ★★★★⯪.