Maður keyrir um Teheran í örvæntingafullri leit að nokkru sem ég passaði mig að vita ekki fyrirfram en kemur fram í öllum umfjöllunum myndina. Ég set það neðst¹.
Bragðið af kirsuberjum er margrómuð kvikmynd. Umfjöllunarefnið gefur kvikmyndinni ímynd mikillar dýptar sem ég er ekki viss um að hún hafi. Kannski er það versta sem ég get ég sagt um myndina að ég hafði ekki sérstaklega mikinn áhuga á að pæla meira í því hvernig hún endar.
Þetta hljómar eins og ég telji Bragðið af kirsuberjum lélega. Það er ekki rétt. Ég held að það sé merking þarna en hún stendur ekki undir þeim væntingum sem lofræður gefa til kynna.
Maltin gefur ★★★⯪.
Óli gefur ★★★⯪☆.
⇓
⇓
¹ Aðalsöguhetjan er að leita að einhverjum sem vill grafa lík sitt eftir að hann hefur framið sjálfsmorð.