Krabbamein, dauði og vinátta fullorðinna karlmanna. Samt fyndið.
Ray Romano og Mark Duplass leika aðalhlutverkin í Paddleton. Ég hef ekki alltaf elskað Raymond en síðasta áratug eða svo hefur hann verið góður í nokkrum hlutverkum (s.s. The Big Sick og þessarri).
Mark er annar Duplass-bræðra sem hafa leikstýrt en aðallega framleitt frekar ódýrar kvikmyndir undanfarin ár. Þær hafa flestar farið framhjá mér en ég hef þeim mun oftar heyrt þá spjalla í hlaðvörpum. Mark skrifaði líka handritið að Paddleton með leikstjóranum Alexandre Lehmann.
Reyndar fór ég á Cyrus, mynd sem þeir br´æður leikstýrðu, á opnunarhátíð RIFF árið 2010 með Sigga félaga. Við pössuðum ekki mjög vel í kokteilboðið sem haldið var eftir á.
Paddleton er tæpar 90 mínútur og notar þann tíma vel. Hún er bæði sorgleg og fyndin.
Óli gefur ★★★★☆ og væri líklegri til að hækka um hálfa stjörnu heldur en lækka.