Taívanskur maður í Bandaríkjunum gerir sitt besta til að leyna samkynhneigð sinni fyrir foreldrum sínum en lygarnar vinda upp á sig.
Það er áhugavert að horfa á The Wedding Banquet með nútímagleraugum en það virðist leiða ýmsa til þess að draga ályktanir sem passa ekki við mína túlkun. Sumt er óyrt og gefið í skyn á undarlegan hátt (eins og í svo mörgum kvikmyndum þessa tíma). Ég geri fastlega ráð fyrir að það sé hægt að leita að „The Wedding Banquet“ „problematic“ ef þið eruð forvitin.
Að öðru leyti stenst myndin tímans tönn. Það er svolítið skrýtið að hugsa til þess að The Wedding Banquet hafi komið út sama ár og Philadelphia. Það sem er í forgrunni þar er í bakgrunni hér. Sem er bara gott. Það er áhugavert að stúdera bolina sem Simon klæðist í myndinni.
The Wedding Banquet er frábær birtingarmynd samkynhneigðar á síns tíma mælikvarða. Hún tekur ástir tveggja karlmanna alvarlega.
Maltin gefur ★★★☆.
Óli gefur ★★★★☆.