Rich Kids (1979) ★★★⯪☆ 👍

Við lok áttunda áratugarins mynda tólf ára strákur og jafngömul stelpa á Manhattan tengsl á grundvelli þess hve ruglaðir foreldrar þeirra eru.

Rich Kids er fín mynd að öðru leyti en því að krakkarnir þurfa að koma samfélagslegri gagnrýni handritsins til skila í mjög svo ótrúverðugum samtölum. Það er ekki krökkunum að kenna. Þau eru fín. Ef þið viljið sjá mynd um krakka á Manhattan myndi ég hiklaust mæla með Rich Kids frekar en þeirri sem var gerð 1995.

Trini Alvarado sem leikur stelpuna er kunnugleg enda hefur hún leikið í mörgum kvikmyndum síðan 1979.

Maltin gefur ★★★☆.

Óli gefur ★★★⯪☆.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *