Weapons (2025) ★★★★☆ 👍👍

Fjölmörg börn í smábæ hverfa sporlaust og spjótin beinast að kennara þeirra.

Zach Cregger gerði hryllingsmyndina Barbarian sem mér þótti fín þar til hún varð klisjunum að bráð. En hann framleiddi líka langbestu mynd sem ég hef séð frá þessu ári, Companion. Þannig að ég var tilbúinn að gefa nýju myndinni hans séns.

Aðalhlutverkið í Weapons leikur Julie Garner og Josh Brolin er í næststærsta hlutverkinu. Svo má einnig nefna Alden Ehrenreich (sem við áfellumst ekki fyrir Solo), Benedict Wong og June Diane Raphael.

Weapons er hryllingsmynd en hún veltir sér ekki beint uppúr ógeðinu eins og Barbarian. Í versta falli má segja að hún missi dampinn á tímabili en hún vann mig alveg til baka. Ég var sumsé ánægður.

Óli gefur ★★★★☆.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *