Naked Gun (2025) ★★★⯪☆ 👍👍

Frank Drepin yngri er næstum jafn vanhæf lögga og pabbi hans.

Þetta tókst mikið betur en ég bjóst við. Naked Gun er, eins og forverar hennar, uppfull af aulabröndurum. Það er fínt að fá velheppnaða gamanmynd sem er undir 90 mínútum í bíó. Ég held nú samt að tvær¹ Naked Gun myndir hafi verið nóg.

Liam Neeson er góður í aðalhlutverkinu og Pamela Anderson eiginlega betri sem daman. Þetta var fjölskylduferð þannig að við gerðum tilraun til að útskýra fyrir drengjunum hve stór hluti tíunda áratugarins snerist um hana.

Ég verð að venju að nefna Channel 101 tengslin því leikstjórinn Akiva Schaffer byrjaði ferill sinn sem einn af Lonely Island-hópnum. Svo er Joe Dante tenging líka en hún er frekar langsótt².

Við biðum til bláendans til að lesa brandara og sjá lokaatriðið. Vorum sumsé ein eftir í salnum.

Óli gefur ★★★⯪☆.

¹ Ég veit að þær gömlu voru þrjár.

² Joe Dante leikstýrði nokkrum þáttum af Police Squad sem bæði floppaði og fæddi af sér Naked Gun myndirnar.