Firring fólks sem er hvert á sinn hátt utanveltu í Hong Kong og þráir einhvers konar tengsl.
Í fyrra horfði ég á nokkrar kvikmyndir Wong Kar-wai sem ég hafði vanrækt fram að því. Þær voru flestar frábærar. Sérstaklega Chungking Express og In the Mood for Love.
Fallen Angels virkar næstum á mig eins og Chungking Express 2. Það er margt sem tengir myndirnar. Fyrri myndin er bara svo mikið betri. Stíleseringin jaðrar við að vera í of miklu aðalhlutverki á köflum. En hún er flott.
Maltin gefur ★★ (af myndum Wong Kar-wai var hann hrifnastur af 2046).
Óli gefur ★★★★☆.