Þrettán ára drengur eignast vafasama vini um miðjan tíunda áratuginn.
Ég er svolítið bæði og með mid90s. Hún náði að grípa mig en það var næstum með tilfinningalegri kúgun heldur en með vel sköpuðum persónum eða áhugaverðri söguframvindu.
Þó þessi mynd gerist á þeim tíma sem ég er unglingur tengi ég voðalega lítið við myndina og sérstaklega ekki við þessa hjólabrettamenningu sem er í brennidepli.
Leikararnir eru flestir fínir. Þó það sé ekki langt síðan ég sá Lucas Hedges í Lady Bird þekkti ég hann ekki fyrren ég fletti honum upp. Mamman er leikin af Katherine Waterston, dóttur Sam sem við tengjum helst við lög, reglu, stóra glæpi og smáa.
Jonah Hill leikstýrði og skrifaði handrit.
Óli gefur ★★★☆☆.