The Bad Guys 2 (2025) ★★☆☆☆🫴

Geta skúrkarnir komist yfir samfélagslega stimplun eða eru þeir dæmdir til að hverfa aftur til glæpalífsins?

Lengst af var ég á því að Bad Guys 2 væri jafn góð ef ekki betri en Bad Guys. Lokauppgjörið pirraði mig nóg til að ég skipti um skoðun.

Teiknimyndir hafa oft eigin raunveruleika en þær þurfa að hafa reglur sem þær fylgja innan þess raunveruleika. Sléttuúlfurinn dettur ekki fyrren hann áttar sig á að hann er í lausu lofti. Ég held að í Bad Guys 2, og það á að einhverju leyti um fyrri myndina, gerist hlutirnir „af því bara“.

Það hefði líka mátt stytta myndina.

Fyrir utan leikara sem voru í fyrri myndinni, eins og Marc Maron og Sam Rockwell, bætast við Natasha Lyonne og Danielle Brooks. Þær léku einmitt saman í Orange is the New Black.

Óli gefur ★★☆☆☆.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *