Spænskar konur sem eiga erfitt með að róa sig.
Hnytinn titill, og kannski fyndnari íslenskri þýðing ef tvíræðnin er viljandi, gerir það að verkum að þetta er myndin sem ég tengi alltaf við Pedro Almodóvar þó ég hafi ekki séð hana fyrren nú. Gamanmynd á barmi þess að verða farsi. Það hitta ekki allir brandarar í mark en nógu margir til að gera áhorfið þess virði.
Líklega er skemmtilegast við Mujeres al borde de un ataque de nervios að sjá kornungan¹ Antonio Banderas² með voðalega hárgreiðslu. Persóna hans hefði samt gott af því að fá lexíu úr nútímanum um samskipti kynjanna.
Maltin gefur ★★★⯪ sem er óhóflegt en sýnir kannski vel hve Konur á barmi taugaáfalls var vinsæl á alþjóðlegan mælikvarða.
Óli gefur ★★★⯪☆👍.
¹ Reyndar að nálgast þrítugt en lítur út fyrir að vera tvítugur.
² Stjúpfaðir Dakota Johnson. Hann er reyndar skilinn við Melanie núna.