Sautján ára stelpa þarf að takast á við lífið, ástina, sorg og örvæntingu.
Þegar ég var að leita að mynd til að horfa á afmælinu hans Ásgeirs kíkti ég á Letterboxd dómana hans. Þar sá ég að Edge of Seventeen fékk fjórar og hálfa stjörnu frá honum þannig að hún færðist ofar á áhorfslistann minn. Hann hafði alveg rétt fyrir sér í þetta skiptið.
Edge of Seventeen nær að lyfta upp unglingadramedíu á hærra stig með áhugaverðum persónum og góðum leikurum. Svartur húmor og innlegg Woody Harrelson í hlutverki kennara glöddu mig augljóslega. Að því leyti hefði verið áhugavert að sjá myndina þegar ég vann ennþá í skóla. Svo er Kyra Sedgewick (0 gráður frá Kevin Bacon) er mamman.
Það er samt Hailee Steinfeld sem á Edge of Seventeen. Hún nær að sýna flóknar tilfinningar persónunnar í andliti sínu. Örvænting og varnarleysi skína út frá henni eins og við séum að horfa inn í sál hennar.
´Óli gefur ★★★★⯪👍👍.