First Cow (2019) ★★★★☆👍👍

Á frumárum Villta vestursins hjálpa tveir menn af ólíkum uppruna hvor öðrum að komast áfram í lífinu.

Síðast þegar ég spjallaði raunverulega við Ásgeir mælti hann með First Cow og nefndi þá að hér væri um að ræða mynd sem hefði svolítið horfið vegna faraldursins. Þannig að það var viðeigandi að ég horfði loksins á hana á afmælinu hans.

First Cow var erfið. Aðalpersónurnar taka rangar ákvarðanir sem ég á erfitt með að tengja við af því þær eru eðlisólíkar öllum þeim röngu ákvörðunum sem ég tek dagsdaglega. Í raun var ég með óþægindatilfinningu vegna spennu í gegnum alla myndina. Þannig að myndin hafði allavega áhrif á mig.

Mögulega hefði gefið First Cow lægri einkunn ef ég hefði skrifað um myndina strax og ég kláraði hana en hún hefur svolítið unnið á eftir því sem ég hugsa meira um hana. Það er meira að segja þannig að ég er jákvæður fyrir möguleikunum sem felast í upphafsatriði myndarinnar (talandi um að taka ákvarðanir sem ég tengi ekki við) þó yfirleitt þætti mér svoleiðis leikur vera tilgangslítill.

Óli gefur ★★★★☆👍👍