Líf hóps samkynhneigðra kvenna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
Það liggur svo í augum uppi að líkja Go Fish við Clerks. Svarthvítar ódýrar kvikmyndir frá 1994 sem voru meira að segja saman á Sundance kvikmyndahátíðinni. Aðalleikkonan Guinevere Turner varð síðan fyrirmyndin að Amy í Chasing Amy (og kom fram í þeirri mynd og heimildarmyndinni).
Go Fish á það sameiginlegt með Clerks að leikararnir eru veikasti punkturinn. Það er svo margt sem virkar þvingað í frammistöðu þeirra. Aftur á móti eru þær meira og minna nægilega sjarmerandi til að vega upp á móti þeim takmörkunum.
Nú langar mig að segja að Go Fish sé að raunsæ lýsing á lífi samkynhneigðra kvenna (ólíkt Chasing Amy) en málið er auðvitað að ég veit það ekki enda skortir mig innsýn í þennan heim. Myndin er þó gerð af haug af lesbíum (eins og það var orðað í einum dómi frá samkynhneigðri konu) þannig að ég kýs að trúa þeim. Það eru líka augljósar tengingar á milli Chasing Amy og Go Fish þannig að það er augljóst að Kevin Smith var undir áhrifum þessarar myndar en það varð bara full ótrúverðugt í höndum hans.
Annars á ég það sameiginlegt með lesbísku persónunum í myndinni að finnast vesti alveg ákaflega svalur klæðnaður … á tíunda áratugnum.
Maltin gefur ★★★.
Óli gefur ★★★★☆👍👍
Ef þú vilt horfa á fleiri myndir um hinsegin konur mæli ég með All over me. Hún er gerð nokkrum árum seinna.
Finnst þér ég ekki horfa á nógu margar myndir um hinsegin konur?
😉
Haha jújú vildi bara að þú missir ekki af þessari mynd.
Ps. Ég var líka mjög hrifin af vestum á 10 áratugnum.