Uppreisn / Uprising (2024) ★★★★⯪👍👍

Epísk kvikmynd um uppeldisbræður sem fara í stríð þegar Japan ræðst inn í Kóreu í lok sextándu aldar.

Ég rakst á Uppreisn á topplista Guðmundar Hrafnkels fyrir síðasta ár. Annars hefði hún mögulega farið algjörlega framhjá mér eins og flestum.

Uppreisn er uppfull af drama, fyndni og hasar, með sérstakri áherslu á flott skylmingaratriði. Ef ég væri nógu hrokafullur til að telja mig hafa þekkingu til að greina myndina gæti ég mögulega séð einhverja vísun í stöðu Kóreuríkjanna í dag. Lukkulega veit ég að ég hef ekki vit á því. Kvikmyndin spyr allavega hvort við þurfum leiðtoga yfir höfuð.

Handrit Uppreisnar er skrifað af Park Chan-wook sem ég þekki best sem leikstjóra og handritshöfund Oldeuboi. Annars er ég svo illa að mér í kóreskri kvikmyndagerð að ég þekki engan annan sem kemur að gerð myndarinnar.

Nú hef ég líklega lesið Leonard Maltin mér til óbóta en ég held að það hefði mögulega verið hægt að klippa allt að tíu mínútur af Uppreisn. Það var örlítill kafli þar sem myndin missti taktinn … en það skiptir litlu máli fyrir heildina.

Óli gefur ★★★★⯪ 👍👍

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *