Sharper (2025) ★★☆☆☆🫳

Sharper fjallar um svikahrappa.

Góðar kvikmyndir um svik og pretti sem stefna að því að koma áhorfendum á óvart þurfa að feta þröngan stíg. Svikamyllan þarf að vera vitræn og koma áhorfendum á óvart en um leið má ekki ljúga þó það megi vera blekkingar.

Svikin í Sharper komu mér aldrei á óvart (í aðalatriðum allavega). Ég var alltaf á undan persónunum að átta mig á hvað væri í gangi en ég fékk ekki einu sinni þessa sjálfumglöðu tilfinningu sem fylgir því að þykjast vera klár því þetta var allt óhóflega einfalt. Svikin treystu líka um of á tilviljanir, sérstaklega í lokin.

Það er fullt af fínum leikurum í myndinni en ég ætla ekki að nefna þá sérstaklega nema John Lithgow af því ég er í fýlu við hann.

Óli gefur ★★☆☆☆🫳.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *