Innflytjendur og flóttamenn sem lifa á gráu svæði lagalega í London flækjast inn í glæpastarfsemi og þurfa að ákvarða hverju þau eru tilbúin að fórna fyrir betra líf.
Árið 2001 lék Audrey Tautou í Amélie og hefur væntanlega færst á ofar í kynningarefni á Dirty Pretty Things sem kom út ári seinna. Líklega bjuggust áhorfendur sem notuðu nafnið hennar til að velja mynd ekki við því sem þau fengu.
Í aðalhlutverki er Chiwetel Ejiofor. Hann varð seinna heimsþekktur tilnefndur til Óskarsverðaluna fyrir leik sinn í 12 Years a Slave. Hér leikur hann óskráðan flóttamann með óljósa fortíð. Hann lifir í samfélagi við aðra sem lifa á jaðrinum líkt og hann, s.s. líkhússtarfsmanninn Benedict Wong og hina tyrknesku, í myndinni allavega, Audrey Tautou.
Dirty Pretty Things er á köflum erfið mynd vegna raunveruleika fólksins sem hún fjallar um. Samt er hún helst af öllu spennumynd og virkar vel sem slík.
Maltin gefur ★★★
Óli gefur ★★★★☆👍👍