Hjón eyða ævinni í að læra að hata hvort annað.
The Roses er ekki endurgerð af The Wars of the Roses heldur byggð á sömu bók. Hér hefur sagan verið nútímavædd.
Það var mikið hlegið í salnum. Ég hló oft. Leikararnir eru fínir. Mér fannst The Roses samt frekar innantóm. Kannski er það bara að útgáfan frá árinu 1989 situr fast í mér. Ég fór líka á hana í bíó.
Óli gefur ★★★☆☆ 👍
Annars eyddi ég smá tíma í að athuga fullyrðingu á Wikidata um að klámmyndastjarna frá áttunda áratugnum hefði í alvörunni verið framleiðandi að myndinni. Svo virðist ekki vera þannig að ég lagaði þetta. Ég veit ekki hvað djöfull hefur hlaupið í þennan þýska Wiki-notanda.