Brimstone (2016) ★★★⯪☆👍

Ung ljósmóðir í Villta Vestrinu lendir í erfiðum átökum sem munu hafa áhrif á alla fjölskyldu hennar.

Brimstone er erfið mynd sem gæti vakið óhug hjá fólki á öllum aldri. Myndin er nærri tveir og hálfur klukkutími en mér þótti hún ekki langdregin. Hún greip mig nefnilega. Síðan kom endirinn sem mér fannst ódýr og pirrandi.

Dakota Fanning (The Runaways 2010, The Alienist 2018-2020 og margt fleira) og Emilia Jones (Locke & Key 2020-2022 og CODA 2021¹), hún verður líka í nýju Running Man frá Edgar Wright) eru í aðalhlutverki. Þær eru báðar frábærar. Guy Pearce er síðan mótherji þeirra. Það eru líka tveir Game of Thrones leikarar, Kit Harington (þið vitið, sá sem veit ekki neitt) og Carice van Houten (rauða nornin).

Þrátt fyrir að ég viti ekki alveg hvort ég myndi mæla með Brimstone er ég á því að í heild sé hún góð mynd.

Óli gefur ★★★⯪☆👍

¹ Brimstone og CODA hafa ákveðna tengingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *