Jennifer’s Body (2009) ★★⯪☆☆👍

Lúðastelpan er vinkona sætu vinsælu stelpunnar en óvæntir atburðir setja strik í reikninginn. Hryllingsgamanunglingamynd.

Megan Fox er sæta vinsæla Jennifer en Amanda Seyfried er lúðinn, svo til að undirstrika þessa Hollywood-hefð að láta fallegar konur þykjast vera óspennandi. Johnny Simmons (sem ég þekki best sem Young Neil úr Scott Pilgrim) er lúðalegi kærasti lúðastelpunnar. Versti Chris-inn er í aukahlutverki.

Jennifer’s Body tengist Juno (2006) á ýmsan hátt enda skrifuð af handritshöfundinum Diablo Cody og framleidd af leikstjóranum Jason Reitman. Emily Tennant, J.K. Simmons og Allison Janney koma fram í báðum myndunum.

Ég var ekki gripinn af myndinni. Hún er fín. Reglulega fyndnar línur en ekkert sem ristir djúpt.

Óli gefur ★★⯪☆☆👍

Maltin gefur ★★

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *