Krakkar tengja við undarlegan sjónvarpsþátt og hvort annað.
Undarleg kvikmynd. I Saw the TV Glow er draumkennd en ekki þannig að hún hafi farið í taugarnar á mér. Hún náði að vinna inn fyrir skringilegheitum sínum sem er eitthvað sem á ekki við allar slíkar myndir.
I Saw the TV Glow fjallar almennt um hvaða hlutverk list getur haft í lífi fólk sem upplifir sig sem öðruvísi. Hún vísar sérstaklega í reynslu trans fólks sem kemur kannski ekki á óvart miðað við að leikstjórinn/handritshöfundur (Jane Schoenbrun) og annar aðalleikara (Jack Haven) eru trans.
Justice Smith leikur hitt aðalhlutverkið. Fred Durst (lint kex) leikur pabba hans. Emma Stone framleiddi I Saw the TV Glow ásamt eiginmanni sínum.
Tónlist spilar veigamikið hlutverk í I Saw the TV Glow. Hljómsveitin Sloppy Jane, ásamt fyrrverandi bassaleikara sínum Phoebe Bridgers, flytur lagið Claw Machine á sviði í næturklúbbi í einu atriði myndarinanr. Það heillaði mig nægilega til þess að ég fór að hlusta á hljómsveitina strax eftir að myndin kláraðist.
Óli gefur ★★★★☆ 👍👍.