Fitting In (2023) ★★★★⯪👍👍

Sextán ára stúlka¹ uppgötvar að hún tilheyrir þeim hluta mannkyns sem ekki passar þægilega í hefðbundna² kynjaflokkun.

Ég rakst á Fitting In þegar ég var að fara yfir lista af bestu myndum síðasta árs³. Síðan fékk hún að bíða meðan ég plægði í gegnum myndirnar sem voru tilnefndar. Augljós mistök.

Fitting In er á köflum sorgleg en eiginlega meira fyndin. Hún náði mér alveg. Þið ættuð öll að sjá hana.

Maddie Ziegler er frábær í aðalhlutverkinu. Sama gildir um Emily Hampshire (mömmuna) og Djouliet Amara (vinkonuna).

Óli gefur ★★★★⯪👍👍.

¹ Ég segi „stúlka“ og ég segi „hún“ bæði af því myndin notar slík orð og vegna þess að hún (myndin) er sjálfsævisöguleg og leikstjórinn Molly McGlynn notar „hún“.

² Hefðbundin, bundin í hefð, ekki staðreyndir. Um leið og einhver segir að kynin séu bara tvö þá er sá búinn að dæma sig úr leik. Við lærðum strax í grunnskóla að kynlitningar raðast ekki bara á tvennan hátt. Síðan verður þetta ennþá flóknara þegar kafað er dýpra og þá ættu sérfræðingar að fá að tala en ekki einhverjir gaurar sem treysta á grunnskólaþekkingu (þó ég hafi greinilega fylgst betur með en sumir).

³ Ártalið er líklega loðið af því þetta er kanadísk mynd og listarnir sem ég skoðaði miðuðu við bandaríska frumsýningu. Stundum er hlutir bara flóknari en svo að hægt sé að skella einum merkimiða á þá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *