It Follows (2014) ★★⯪☆☆🫴

Ung kona lendir í eitruðum karlmanni og þarf að kljást við afleiðingarnar.

Það er til gamall brandari, lífið er sjúkdómur sem smitast við kynlíf. Sem þýðir auðvitað að dauðinn er líka kynsjúkdómur.

Á meðan ég horfði á It Follows var ég ítrekað að hugsa upp lausnir fyrir persónurnar. Allt mjög augljóst. Ég held að til þess að njóta þessarar myndar þurfir þú að vera hrifinn af draumkenndum myndum. Það er ég ekki. Allavega þarf það að vera sérstaklega vel gert til þess að ég heillist.

David Robert Mitchell er sami leikstjóri og gerði Under The Silverlake sem ég féll ekki heldur fyrir. Ég hef fulla trú á því að hann geti, og hafi mögulega gert, kvikmynd sem mér þætti sérstaklega góð því hæfileikarnir eru augljóslega til staðar.

Sömu sögu má segja um leikarana. Það væri örugglega gaman að sjá þau aftur.

Óli gefur ★★⯪☆☆

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *