Kona vill prufa eitthvað annað en kjúkling. Sambandsdrama.
Sarah Polley, sem við munum öll eftir úr Leiðin til Avonlea, leikstýrði og skrifaði handrit Take This Waltz. Líkt og hún er myndin kanadísk. Aðalleikonan Michelle Williams er hins vegar bandarísk (og lék í Dawson’s Creek) og þó hún hafi ítrekað verið sorrí er ég ekki viss um hvort framburðurinn hafi verið góður eða ekki.
Hin aðalhlutverkin í Take This Waltz eru í höndum kanadísku leikarana Seth Rogen og Luke Kirby (Lenny Bruce í The Marvelous Mrs. Maisel). Svo er hin ameríska Sarah Silverman í minna hlutverki.
Það sem stendur upp úr er frammistaða Michelle Williams. Hún er alveg frábær hérna.
Maltin gefur ★★½ en segir réttilega að sumir hlutar myndarinnar séu betri en heildin.
Óli var aðeins hrifnari og gefur ★★★⯪☆👍👍.