Beitiskipið Pótemkin (1925) ★★★★★👍👍🖖

Árið er 1905 og maðkað kjöt dregur dilk á eftir sér.

Ég veit ekki hve gamall ég var þegar ég sá kvikmyndina Alexander Nevskíj eftir Sergei Eisenstein en mig langaði strax að sjá fleiri af hans verkum. Rúmlega þrjátíu árum seinna horfði ég loksins á Beitiskipið Pótemkin. Mér til varnar verð ég að segja að ég hef reynt áður og það hefur ekki alltaf verið auðvelt að nálgast hana.

Pótemkin er ein mest ívísaða mynd kvikmyndasögunnar. Augljósa dæmið er The Untouchables en skot úr henni eru líka gjarnan sýnd þegar við fáum montage af frægustu kvikmyndum allra tíma.

Stendur Pótemkin ennþá undir lofinu? Ég held það. Hún var fyndnari en ég bjóst við. Ódessaþrepin eru óneitanlega flott. Atriðið þar sem almenningur vottar látnum skipverja er áhrifamikið. Í uppáhaldsatriðinu mínu sjáum við mannfjöldann bregðast við manni sem reynir að æsa til gyðingaofsókna. Auðvitað glæsimynd sem átti ekki við rök að styðjast.

Maltin gefur ★★★★.

Óli gefur ★★★★★ (sem er jafnmikið) 👍👍🖖.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *