Það reynir á þegar tvö systkini fá tækifæri til að láta drauma sína rætast í glímuheiminum. Sannsöguleg mynd.
Æi.
Florence Pugh er frábær og ég hefði varla nennt að horfa á Fighting with My Family ef hún hefði ekki verið þarna til að gefa persónunni dýpt (ef ekki hæð¹). Jack Lowden (Slow Horses) mjög góður en í minna hlutverki. Skemmtilegt að Lena Headey (Game of Thrones) og Nick Frost (Shaun of the Dead o.s.frv.) séu þarna. Þetta er samt aðallega auglýsing fyrir glímufyrirtæki.
Stephen Merchant leikstýrði og skrifaði handritið.
Óli gefur ★★⯪☆☆🫴.
¹ Það er skondið atriði í myndinni þar sem Florence Pugh gnæfir yfir andstæðing sinn með alla 162 centimetrana sína.