To All the Boys I’ve Loved Before (2018) ★★★★☆👍👍

Unglingsstúlka sem aldrei hefur átt kærasta fær allt í einu athygli strákanna sem hún hefur verið skotin í áður.

Þetta er ekki byltingarkennd saga en skemmtileg tilbrigði. Það eru líklega leikararnir sem bera ábyrgð á því að To All the Boys I’ve Loved Before náði til mín.

Lana Condor er stúlkan. Mig rámar í hana úr Deadly Class sem er einn af sjónvarpsþáttunum sem Netflix myrti að ósekju eftir aðeins tíu þætti. Noah Centineo leikur íþróttagaurinn. John Corbett sem ég tengi alltaf við Northern Exposure (en er líklega þekktari sem Aidan í Sex and the City) er hlutverki pabbans.

Óli gefur ★★★★☆👍👍.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *