One Battle After Another (2025) ★★★☆☆👍

Byltingin étur börnin sín, eða er það fasisminn sem drepur börnin sín?

Fyrstu atriði One Battle After Another eru vandræðalega kjánaleg og ég var ekki viss um að ég nennti meiru af svoleiðis rugli. Lukkulega batnaði hún þegar á leið.

Ádeilan í One Battle After Another er ekki sérstaklega beitt. Hún hefur lítið að segja um nákvæmlega það sem er, og hefur verið, í gangi í Bandaríkjunum. Mögulega er myndin einfaldlega trú skáldsögu Thomas Pynchon Vineland frá árinu 1990.

Chase Infiniti var best í One Battle After Another sem stelpan. Það var eiginlega of lítið af Benicio del Toro (ágætis árangur að vera í mynd frá P.T. og Wes sama árið en hvers á Paul W. S. að gjalda?). DiCaprio mjög skemmtilegur. Regina Hall stóð uppúr restinni og mér þótti gaman að sjá Kevin Tighe í óþokkahlutverki (eins og svo oft áður).

Ég er að reyna að fatta á hverjum Sean Penn byggir persónu sína á. Þetta er líklega blanda af mörgum (s.s. Paul Wolfowitz) en mér finnst samt eins og kækirnir séu sérstaklega frá einhverjum fasistalúða en ég man ekki hverjum. William F. Buckley Jr. er líklega þarna í hræringnum. Ég var samt ekki að falla fyrir þessum „leiksigri“.

One Battle After Another var best þegar hún var hrein spennumynd með smá fyndni og verst þegar fíflagangurinn fékk að ráða. Tónninn var svolítið á reiki.

Óli gefur ★★★☆☆👍.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *