Winter’s Bone (2010) ★★★★☆👍👍

Þegar faðir hennar hverfur neyðist dreifbýlisstúlka til þess að leggja allt í sölurnar til þess að finna hann og tryggja framtíð fjölskyldunnar.

Jennifer Lawrence¹ leikur aðalhlutverkið í Winter’s Bone og er bara frábær. Síðan eru líka Sheryl Lee (Twin Peaks) og Dale Dickey (í bitastæðu hlutverki sem hún fær of sjaldan). Leikstjóri er Debra Granik sem gerði líka Leave No Trace (sem Ásgeir var mælti með við mig í síðasta langa spjallinu okkar).

Winter’s Bone er gerð eftir samnefndri skáldsögu Daniel Woodrell. Hann hefur kallað bækur sínar country noir sem á vel við um þessa. Þetta er grípandi mynd með mjög dökkum tónum.

Maltin gefur ★★★ og segir að hún gefi innsýn í heim sem fáir þekki en ég er smá efins um raunveruleikagildið, sérstaklega eftir að hafa lesið gagnrýni á bókina Hillbilly Elegy.

Óli gefur ★★★★☆👍👍.

¹ Ég er með meinloku sem veldur því að ég rugla saman nöfnum Jennifer Lawrence og Scarlett Johansson. Samt veit ég alveg nákvæmlega hvor er hvor.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *