Byzantium (2012) ★★★★☆👍👍

Tvær konur búa saman og það er eitthvað dularfullt á seyði en síðan kemur á skjáinn að myndin sé byggð á A Vampire Story eftir Moira Buffini (sem einnig skrifaði handritið) og öllum er sama um höskulda. Vampírumynd sumsé.

Leikstjóri Byzantium er Neil Jordan sem er mögulega þekktastur fyrir aðra vampírumynd, en hann leikstýrði líka Michael Collins og The Crying Game¹. Í aðalhlutverki eru Gemma Arterton og Saoirse Ronan (sem er fædd 1994, sama ár og Interview With the Vampire kom út).

Þá má nefna Jonny Lee Miller (Elementary sem Sherlock Holmes í bestu nútímaútgáfunni þeim sögum), Sam Riley (Free Fire), Caleb Landry Jones (The Florida Project) og Tom Hollander (Bohemian Rhapsody).

Byzantium er svolítið írsk mynd. Lykilatriði eiga sér stað á ónefndri eyju við Írland².

Maltin gefur ★½, segir Byzantium leiðinlega og líkir henni við Interview With the Vampire sem hann gaf nákvæmlega sömu einkunn.

Óli gefur ★★★★☆👍👍 en er líka veikur fyrir vampírumyndum og sérstaklega þegar við fáum baksögurnar.

¹ Ég hef ekki lagt í The Crying Game frá því ég sá hana fyrst. Þá fannst mér hún mjög mannleg, hvað mér þætti núna veit ég ekki. Stærsta vandamálið er samt augljóslega hvernig var gert grín að henni.

² Þau atriði eru aðallega tekin upp við foss sem er langt inn í landi í Cork, ekki langt frá Cork en mögulega nær Bantry.