Vamps (2012) ★★★★⯪👍👍

Tvær „ungar“ vampírur í New York þurfa að takast á við sambönd sín við mannfólkið, nýir og gamlir kærastar hrista upp í ólífi þeirra.

Það rifjaðist upp fyrir mér að ég ætti eftir að sjá Vamps þegar hún var nefnd í þætti af Critically Acclaimed Network um bestu vampírumyndirnar.

Alicia Silverstone og Krysten Ritter sem vampírur í gamanmynd eftir Amy Heckerling.¹ Ef þér finnst það ekki frábær hugmynd er þetta líklega ekki myndin fyrir þig.

Eftir örfáar mínútur efasemda byrjaði ég að hlæja og hætti því ekki. Vamps er fáránleg mynd og ég elskaði hana. Hún náði líka að vera innilega tilfinningarík á köflum. Þetta er mynd sem veit hvað hún er.

Sigourney Weaver, Malcolm McDowell, Richard Lewis og Wallace Shawn (óhugsandi!) eru í minni hlutverkum. Dan Stevens leikur van Helsing.

Óli gefur ★★★★⯪👍👍

¹ Amy Heckerling gerði líka Clueless þar sem Alicia Silverstone var í aðalhlutverki. Döh.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *