Anatomie d’une chute (2023) ★★★⯪☆👍

Marglofuð verðlaunamynd um þýska konu sem er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum að bana.

Mér þótti Anatomie d’une chute ekki standa undir nær tveimur og hálfum klukkutíma. Það er samt margt vel gert. Leikararnir eru góðir.

Það eru áhugaverðar pælingar í Anatomie d’une chute. Hvað myndi fólk sjá ef það setti einkalíf þitt undir smásjá? Hvernig er hægt að túlka/mistúlka það sem þú hefur sagt eða gert ef tilgangurinn er að sýna fram á sekt þína eða sakleysi.

Sjálfur endaði ég nær því að trúa á sakleysi eiginkonunnar snemma í Anatomie d’une chute. Mögulega af því að afstaða saksóknara (rannsóknardómara?) til þekkingarfræði var glötuð. Það endurspeglar auðvitað veruleikann þar sem fólk sem er öruggt með sjálft sig og svona gaurar sem hafa engan sans fyrir því hvernig fólk virkar telja sig geta fullyrt um merkingu orða og afhafna án samhengis.

Hvorum blóðslettufræðingnum ættum við að trúa? Ja, hvorugum. Blóðslettugreining er alveg rosalega vafasöm fræði. Prinsippið ætti að vera að hunsa slík gögn og framburð.

Óli gefur ★★★⯪☆👍.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *