Þrjár gamlar vinkonur ákveða að ná fram réttlæti gagnvart mönnunum sem hafa komið illa fram við þær.
Á sínum tíma var The First Wives Club frekar byltingarkennd því þetta var mynd með eldri leikkonum (rétt rúmlega fimmtugum sumsé) í aðalhlutverkum. Hvers vegna myndi nokkur vilja horfa á þær?
Auðvitað voru Diane Keaton¹, Goldie Hawn² og Bette Midler³ þá fyrir löngu búnar að sanna sig sem gamanleikkonur. The First Wives Club er líka ákaflega fyndin. Það eru líka margir góðir leikarar í aukahlutverkum sem fá mismikið að gera.
Maggie Smith, Elizabeth Berkley, Sarah Jessica Parker, Marcia Gay Harden, Stockard Channing, Timothy Olyphant, Rob Reiner, Bronson Pinchot, Stephen Collins, …
The First Wives Club er leikstýrð af Hugh Wilson sem er líklega þekktastur fyrir Police Academy en mér þykir alltaf sérstaklega vænt um mynd hans Rustlers’ Rhapsody.
Það er töluvert stefnuleysi í The First Wives Club. Það er eins og fólkið sem gerði myndina hafi ekki verið sammála um hvernig hún ætti að vera. Á köflum eru innskot með Diane Keaton með sögumanni sem virka mjög undarlega, eins og þeim hafi verið bætt við eftir á til að útskýra rugling í söguþræðinum.
Sem feminísk mynd er The First Wives Club ekki alltaf frábær. Meðferðin á nýju kærustum gömlu mannanna er til dæmis undarleg. Sú eina sem gerði eitthvað raunverulega af sér sleppur eiginlega alveg en það er barið á þeim yngri. Síðan eru frekar ósmekklegir brandarar um átröskum sem eru mjög síns tíma.
Maltin gefur ★★⯪☆ og segir að bókin sé betri.
Óli gefur ★★★⯪☆👍.
¹ Upprunalega Diane Hall, kölluð Annie. Þegar Michael Douglas gat ekki notað sitt eigið nafn vegna Hollywood-reglna ákvað hann að taka leikaranafnið Keaton í höfuðið á Diane. Pabbi mannsins sem mátti nota ættarnafn hans hét upprunalega Issur Danielovitch og tók upp fornafnið Kirk.
² Upprunalegt nafn hennar var Goldie Jean Studlendgehawn.
³ Upprunalegt nafn hennar var Bette Midler.
