Goodbye, Dragon Inn (2003) ★★★★★👍👍

Við flækjumst um niðurnítt kvikmyndahús í Taípei og fylgjumst með starfsfólki og gestum í hversdagslegum athöfnum þeirra á meðan kvikmyndin Dragon Inn er sýnd í síðasta sinn.

Þegar fyrstu orðin voru mælt af leikurum Goodbye, Dragon Inn athugaði ég og sá að það voru liðnar næstum 45 mínútur af kvikmyndinni. Hún var rúmlega hálfnuð. Það er engin saga. Þetta eru bara aðstæður. Það er ekki kafað í persónurnar.

Hvers vegna í ósköpunum var ég svona heillaður af Goodbye, Dragon Inn? Kannski nær kvikmyndatakan að fanga fagurfræði niðurníðslunnar? Ég hef annars enga vitræna greiningu. Myndin bara greip mig.

Óli gefur ★★★★★👍👍

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *