Wicked – For Good (2025)★★★☆☆🫴

Ástarfimmhyrningur norna skapar allskonar leiðindi.

Wicked er frábær söngleikur (sem ég hef séð þrisvar) sem hefur þann galla að vera fulllangur. Þannig að mér þótti kúnstugt að skipta verkinu í tvennt þar sem partarnir eru hvor um sig nærri jafn langir sviðsútgáfunni.

Fyrri hlutinn af Wicked gekk betur upp vegna þess að hann er fyndnari og með betri lögum. Seinni hlutinn virkar miklu langdregnari. Það eru góð lög en ef við berum saman For Good og Defying Gravity þá er augljóst hvort er betra. Sumsé, þetta eru ekki jafn góðar myndir.

Leikararnir eru fínir. Ariana Grande var svo góð í bröndurunum í fyrri myndinni en það er svo mikið minna af því í þetta skiptið. Cynthia Erivo neglir aðalhlutverkið. Jeff Goldblum virðist vera á sjálfstýringu og það reynir lítið á Michelle Yeoh.

Óli gefur ★★★☆☆🫴.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *