There Will Be Blood (2007) ★★★★☆👍👍

Þetta er eiginlega eins og Dallas¹ nema að það verður meira blóð en mátti sýna í bandarísku útsendingarsjónvarpi.

Mér finnst Paul Thomas Anderson mistækur. Boogie Nights góð. Magnolia mehh. One Battle After Another gríðarlega ofmetin og ég trúi varla öðru en hún gangi fljótlega í gegnum endurmat. Þannig að ég reyndi bara að vera opinn fyrir There Will Be Blood ... þó ég hafi reyndar einu sinni reynt að horfa á hana áður og gefist upp (en það var á tölvuskjá þannig að það telst ekki með).

There Will Be Blood er mjög góð. Mér þótti hún samt greinilega fyndnari en mörgum í salnum. Mig grunar jafnvel að fólk beri of mikla virðingu fyrir Daniel Day-Lewis til þess að sjá þegar hann er að reyna að vera fyndinn.

Undanfarna daga hefur verið endalaust vitnað í Quentin Tarantino sem finnst Paul Dano vera vonlaus leikari og haft skemmt myndina. Ég er bara ósammála. Mér fannst persónan óþolandi en ég er nokkuð viss um að það hafi verið markmiðið.

Það sem mér fannst kannski helsti gallinn við There Will Be Blood er að undir lokin tekur myndin stökk fram í tímann. Mér leið eins og það vantaði eitthvað. Tilfinningalegt uppgjör sem nær út fyrir tímabilið sem við fylgdumst með.

Maltin gefur ★★★⯪.

Óli gefur ★★★★☆👍👍

¹ Talandi um Dallas. Þó ég hafi ekki séð myndina áður hef ég endalaust heyrt vísanir í þessa mjólkurhristingssögu. Hún minnir mig alltaf á tvöfalda þáttinn „Who Shot Mr. Burns?“² í The Simpsons. Þar stofnar C. Montgomery Burns olíufélag sem borar á ská.

² Sem er vísun í Dallas-þáttinn Who Shot J.R.?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *