Kanadísk stúlka sem er að fara að heiman í háskóla fær ráð frá konu sem hefur verið í hennar sporum.
My Old Ass er hugljúf þroskasaga sem náði mér alveg. Aðalhlutverkið er leikið af Maisy Stella sem var víst í þáttunum Nashville (sem ég hef aldrei séð). Hún er frábær og náði að vinna mig á band hennar þrátt fyrir að persónan sé hranaleg við fyrstu sýn. Hún hefur útgeislun kvikmyndastjörnu.
Aubrey Plaza er konan sem reynir að ráðleggja henni. Kerrice Brooks og Maddie Ziegler (úr Fitting In) eru vinkonur hennar. Margot Robbie leikur ekki neitt en framleiddi myndina. Megan Park skrifaði handrit og leikstýrði.
Óli gefur ★★★★⯪👍👍
