Zero Effect (1998) ★★★★☆👍👍

Sherlock Holmes í bland við Fletch reynir að leysa fjárkúgunarmál.

Í The Zero Effect leikur Bill Pullman einkaspæjara sem leysir flóknustu gáturnur í samstarfi við uppgjafalögfræðinginn Ben Stiller. Ryan O’Neal þarf á hjálp þeirra að halda. Kim Dickens og Angela Featherstone leika lykilhlutverk.

Það er óneitanlega gaman að sjá Pullman í fyndnu hlutverki. Hann mæti gera meira af því. Frægasta grínhlutverk hans er auðvitað Spaceballs en mér þykir alltaf vænt um Ruthless People.

Zero Effect er gerð af Jake Kasdan, syni Lawrence Kasdan (Silverado og The Big Chill plús auðvitað handritin að Empire og Raiders). Svo er Lisa Henson, dóttir Jim, framleiðandi.

Í lokin áttaði ég mig skyndilega á því hvað Kasdan hafði gert í Zero Effect. Ég var svo hissa að ég hafi ekki fattað það að ég ætla ekki að segja hvað það er. Allavega hækkaði það einkunn mína. Ef þið eruð ógeðslega spennt getið fundið mig á Letterboxd og valið að sjá umsögnina sem ég skrifaði þrátt fyrir höskuldana sem hún inniheldur.

Kasdan reyndi að gera þáttaröð byggða á myndinni og ég er svolítið spældur að það hafi ekki tekist. Nokkru seinna gerði hann of sjaldan séða mynd sem heitir The TV Set sem fjallar um raunirnar sem fylgja því að reyna að gera sjónvarpsþáttaraðir. Mögulega eru tengsl þar á milli.

Maltin gefur ★★⯪☆.

Óli gefur ★★★★☆👍👍

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *