Sambandsmál eru flókin í handanheimum.
Eternity er á svipuðum slóðum og Albert Brooks myndin Defending My Life sem er oft talin vera frábær þó ég telji hana bara vera fína. Þessi samanburður er samt erfiður á köflum. Þó er vissulega verið að reyna að gera aðeins öðruvísi hluti.
Satt best að segja hefur mér sjaldan fundist „paradís“ vera jafn fráhrindandi og í Eternity. Reglurnar eru skelfilegar, valkostirnir eru óspennandi og fólkið virðist ekki hafa þroskast neitt.
Þetta hljómar allt neikvætt. Eternity er stórfyndin og leikarnir eru auðvitað góðir. Þó var erfitt að sannfæra mig um að Callum Turner væri svona rosalega myndarlegur. Ég verð bara að taka því sem gefnu að öðrum finnist hann vera það.
Aðrir aðalleikarar eru Miles Teller (Whiplash), Elizabeth Olsen (yngri systir Mary Kate og Ashley), Da’Vine Joy Randolph (Holdovers og sjónvarpsþáttunum High Fidelity) og John Early (Search Party).
Óli gefur ★★★⯪☆👍.
